Ausandi rigning sló hjólagarpa ekki út af laginu

Keppendur við rásmarkið í miðbæ Selfoss. Ljósmynd/Mummi Lú

Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn var haldin á Selfossi um helgina. Keppt var í fjórum flokkum á laugardag og í morgun var síðan fjölskyldu samhjól um Votmúlahringinn.

Ausandi rigning setti sinn svip á keppnina í gær en keppendur skemmtu sér engu að síður konunglega á Selfossi. Það voru þau Jón Arnar Sigurjónsson frá Víkingi og Sóley Svansdóttir frá Hjólreiðafélagi Akureyrar sem urðu fyrst í 59 km flokknum, svo kölluðum Villingum og Reynir Guðjónsson frá Tindi og Steina Kristín Ingólfsdóttir sem sigruðu 43 km flokkinn, Gaulverja.

Úrslitin voru eftirfarandi:

59 km: Villingar karla (A flokkur)
1. Jón Arnar Sigurjónsson Víkingur 01:35:02
2. Eyþór Eiríksson TEAM SENSA 01:37:42
3. Björgvin Pálsson TEAM SENSA Tindur 01:37:41

59 km: Villingar kvenna (A flokkur)
1. Sóley Svansdóttir HFA 01:42:28
2. Brynja Daníelsdóttir Víkingi 01:48:01
3. Thelma Rut Káradóttir HFA 01:50:41

43 km: Gaulverjar karla (B flokkur)
1. Reynir Guðjónsson Tindi 01:02:57
2. Rögnvaldur Már Helgason HFA 01:02:57
3. Magnús Kári Jónsson Fjölni 01:05:20

43km: Gaulverjar kvenna (B flokkur)
1. Steina Kristín Ingólfsdóttir 01:05:23
2. Bergdís Guðmundsdóttir 01:10:34
3. Heiðrún Hulda Þórisdóttir Víkingi 01:17:48

Fyrri greinJafntefli í bragðdaufum leik
Næsta greinGóð mæting og líflegar umræður á félagsfundi Öruggrar búsetu