Auðveldur sigur Hamarsmanna

Þróttarar reyna að verjast sókn Hamarsmanna í kvöld. Ljósmynd/Bryndís Sigurðardóttir

Hamarsmenn unnu auðveldan sigur á Þrótti frá Neskaupsstað í Kjörísbikarnum í blaki í kvöld.

Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og Þróttarar sáu lítið til sólar í leiknum. Aðeins tvisvar sinnum í öllum þremur hrinunum náðu þeir að komast yfir og varði sú forysta stutt.

Hamarsmenn unnu fyrstu tvær hrinurnar örugglega 25-12 og 25-17. Í þriðju hrinu fengu heimamenn að hafa aðeins meira fyrir hlutunum þó sigurinn hafi aldrei verið í hættu og unnu þeir hana að lokum 25-22 og leikinn þar með 3-0.

Hamarsmenn mæta Álftanesi í 8-liða úrslitum en leiktími hefur ekki verið ákveðinn.

Fyrri greinSelfyssingar ekki sannfærandi
Næsta greinSelfoss hafði betur í Suðurlandsslagnum