Auðvelt hjá Selfyssingum

Selfoss vann öruggan sigur á Fjölni í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi, 19-28, en liðin mættust í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi.

Gæðin í leiknum voru ekki mikil en Selfyssingar höfðu frumkvæðið allan tímann. Staðan var 7-10 í hálfleik.

Atli Kristinsson átti ágætan leik, skoraði átta mörk og Ómar Helgason var sömuleiðis öflugur í vörn og sókn. Ómar skoraði fjögur mörk og var með 100% skotnýtingu. Einar Sverrisson og Matthías Halldórsson skoruðu einnig fjögur mörk, Ársæll Ársælsson þrjú, Hörður Bjarnarson tvö og þeir Andri Hallsson, Trausti Eiríksson og Árni Felix Gíslason skoruðu allir eitt mark.

Helgi Hlynsson varði frábærlega í leiknum, 22 skot og var með 69% markvörslu. Sverrir Andrésson varði 1 skot.

Fyrri greinSelfoss – Fram í beinni
Næsta greinHreinn og Fjóla sigruðu í hástökki