Auðvelt hjá Hamri gegn Augnabliki

Hamar vann góðan sigur á Augnabliki í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur voru 99-64 og Hamar er áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 14 stig.

Hamarsmenn voru yfir allan tímann og höfðu greinilega hysjað upp um sig buxurnar eftir frammistöðuna gegn FSu í síðustu viku.

Jenny Hollis var stigahæstur hjá Hamri með 25 stig, Halldór Gunnar Jónsson skoraði 13 og þeir Mikael Kristjánsson og Örn Sigurðarson skoruðu báðir 12 stig.