Auðvelt hjá Hamri gegn Augnabliki

Hamar vann góðan sigur á Augnabliki í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur voru 99-64 og Hamar er áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 14 stig.

Hamarsmenn voru yfir allan tímann og höfðu greinilega hysjað upp um sig buxurnar eftir frammistöðuna gegn FSu í síðustu viku.

Jenny Hollis var stigahæstur hjá Hamri með 25 stig, Halldór Gunnar Jónsson skoraði 13 og þeir Mikael Kristjánsson og Örn Sigurðarson skoruðu báðir 12 stig.

Fyrri greinSeinni forkeppni Uppsveitastjörnunnar í dag
Næsta greinDapurt hjá FSu