Auðvelt hjá FSu

FSu vann auðveldan sigur á botnliði Ármanns þegar liðin mættust í Iðu í kvöld í 1. deild karla í körfubolta.

Gestirnir skoruðu aðeins fimm stig í 1. leikhluta gegn tuttugu stigum FSu en staðan var 54-25 í hálfleik. Yfirburðir FSu héldu áfram í 3. leikhluta en staðan eftir hann var 76-34. Jafnræði var með liðunum í 4. leikhluta og löngu ljóst að FSu færi með sigur af hólmi. Lokatölur urðu 96-56.

FSu lyfti sér upp í 5. sætið með sigrinum og hefur nú 10 stig í deildinni.

Tölfræði FSu: Ari Gylfason 14 stig/7 fráköst, Hlynur Hreinsson 13 stig, Svavar Stefánsson 13 stig, Terrence Motley 12 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri van Kasteren 12 stig/7 stolnir, Orri Jónsson 8 stig/5 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Jónsson 7 stig, Gísli Gautason 6 stig/4 fráköst, Sveinn Gunnarsson 4 stig, Jón Þráinsson 4 stig, Sigurður Jónsson 3 stig/5 fráköst.