Auðvelt hjá Þór í bikarnum

Lið Þórs í Þorlákshöfn er komið í 16-liða úrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir auðveldan sigur á B-liði Stjörnunnar í dag, 97-59.

Leikmenn úr 10., 11. og drengjaflokki voru í aðalhlutverki hjá Þórsurum í dag en liðið lék aftur á Baldurs Ragnarssonar og Grétars Erlendssonar sem eru meiddir.

Emil Karel Einarsson fór fyrir Þórsliðinu í dag með 27 stig en næstur honum kom Erlendur Stefánsson með 17 stig, þar af 15 í fyrri hálfleik. Hinn fimmtán ára gamli Halldór Garðar Hermannsson var með 10 stig og Darri Hilmarsson nýtti sínar mínútur vel og henti niður 9 stigum.

Dregið verður í 16-liða úrslit í næstu viku en þeir leikir verða síðustu leikir liðanna fyrir jól.

Fyrri greinSeldu síma á uppboði fyrir gott málefni
Næsta greinÆtlar að þrauka veturinn