Auðveldur sigur hjá Hamri

Hamar vann auðveldan sigur á Njarðvík í Lengjubikar kvenna í körfuknattleik í kvöld, 85-45.

Sigur Hamars var aldrei í hættu en Hvergerðingar skoruðu sextán fyrstu stig leiksins. Staðan í leikhléi var 46-21. Leikurinn var jafn í 3. leikhluta en Hamar jók svo enn frekar forskotið á lokakaflanum.

Slavisa Dimovska skoraði 20 stig fyrir Hamar, Íris Ásgeirsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 16 og Jaleesa Butler 12. Butler tók að auki 10 fráköst.

Hamarskonur eru því komnar í 4-liða úrslit Lengjubikarsins en næsta umferð er leikin á þriðjudagskvöld.