„Áttum von á spennandi leik“

Kristrún Sigurjónsdóttir fór mikinn í upphafi leiks Hamars og Hauka í kvöld og skoraði 15 af 22 stigum sínum í fyrsta leikhluta.

„Við komum miklu einbeittari í leikinn en þær og í rauninni kláruðum við þetta bara í fyrsta leikhluta. Það var þvílík barátta í okkur,“ sagði Kristrún í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

„Við vorum dálítið hissa eftir fyrsta leikhlutann því við áttum von á spennandi leik. En Haukarnir börðust vel í leiknum en þær eru ekki með útlending og vantaði kannski leikmann í dag til að taka boltann upp hjá þeim,“ sagði Kristrún.

„Hættan við það að ná góðri forystu snemma er fara að verja hana og missa hana þá niður. Þær komu brjálaðar inn í seinni hálfleik og við misstum kannski aðeins taktinn en ég held að við getum verið mjög ánægðar með þetta. Það er bara að halda áfram á sömu braut.“

Fyrri greinÖruggt frá upphafi
Næsta greinViðræður á viðkvæmu stigi