Átta Sunnlendingar keppa á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi í næstu viku, 1.-6. júní. Átta Sunnlendingar keppa þar fyrir Íslands hönd, flestir í frjálsum íþróttum.

Agnes Erlingsdóttir, Laugdælum, keppir í 400 m grindahlaupi, Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi, í 100 m grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson, Samhygð, í 800 og 1500 m hlaupi og Þórsarinn Styrmir Dan Steinunnarson í hástökki. Keppt er í frjálsum 2., 4. og 6. júní.

Í júdóinu keppir Selfyssingurinn Þór Davíðsson í -100 kg flokki og sveitakeppni. Júdókeppnin fer fram í íþróttamiðstöð Ármenninga föstudaginn 5. og laugardaginn 6. júní.

Hvergerðingar eiga þrjá keppendur á mótinu en bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir eru í íslenska landsliðinu í blaki og Ragnar Nathanaelsson í íslenska landsliðinu í körfubolta. Bæði lið hefja keppni þriðjudaginn 2. júní í Laugardalshöllinni.

Átta þjóðir keppa á Smáþjóðaleikunum, auk Íslands, en það eru Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland.

Heimasíða Smáþjóðaleikanna

Fyrri greinGrímur varð Norðurlandameistari
Næsta greinÆgir tapaði á Hornafirði