Átta Selfyssingar í landsliðshópnum

Guðmundur Guðmundsson þjálfari A-landsliðs karla í handbolta hefur valið 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina við Litháen í júní í umspili fyrir HM 2019.

Selfyssingarnir í hópnum eru Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin, Einar Sverrisson, Selfoss, Elvar Örn Jónsson, Selfoss, Haukur Þrastarson, Selfoss, Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold, Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol, Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg og Teitur Örn Einarsson, Selfoss. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari, er níundi Selfyssingurinn í hópnum.

Fyrri leikurinn fer fram í Vilnius í Litháen föstudaginn 8. júní en sá síðari í Laugardalshöll miðvikudaginn 13. júní.

“Framundan er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska landsliðið þegar liðið mætir Litháen í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM. Ég hef ákveðið að velja stóran og öflugan hóp fyrir verkefnið og hefjum við æfingar með hluta hópsins 23. maí,” segir Guðmundur.

Fyrri greinHrafnhildur lánuð í Selfoss
Næsta grein„Gríðarlega stolt af þessum samningi“