Átta marka tap Selfoss

Selfyssingar voru kjöldregnir þegar þeir mættu Þór Akureyri í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag, 8-0.

Liðin mættust í Boganum á Akureyri og Þórsarar komust yfir snemma leiks þegar Auðun Helgason skoraði sjálfsmark. Þór bætti við tveimur mörkum í kjölfarið og staðan var 3-0 eftir 13. mínútur. Fjórða markið kom fyrir hlé og staðan var 4-0 í hálfleik.

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik þar sem heimamenn röðuðu inn mörkunum gegn heillum horfnum Selfyssingum.

Þetta var annar leikur Selfoss í Lengjubikarnum og eru þeir án stiga í riðlinum.