Atli skoraði 11 mörk í sigurleik

Lið Mílunnar er áfram ósigrað í 1. deild karla í handbolta en liðið sigraði Hamrana frá Akureyri í sínum fyrsta heimaleik í Vallaskóla á föstudagskvöld.

Mílan náði þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléi 15-12. Munurinn var óbreyttur í leikslok en lokatölur urðu 30-27.

Atli Kristinsson var markahæstur hjá Mílunni með 11 mörk, Gunnar Ingi Jónsson og Andri Hrafn Hallsson skoruðu báðir 5 mörk, Sigurður Már Guðmundsson 4, Egidijus Mikalonis 2 og þeir Kristinn Ingólfsson, Gunnar Páll Júlíusson og Bjarki Már Magnússon skoruðu allir 1 mark.

Mílan er í 3. sæti deildarinnar með 3 stig að loknum tveimur umferðum.