Atli Rafn í Selfoss

Atli Rafn Guðbjartsson. Ljósmynd/Selfoss

Knattspyrnumaðurinn Atli Rafn Guðbjartsson frá Þorlákshöfn er genginn í raðir Selfoss frá Ægi.

Atli Rafn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 53 leiki fyrir meistaraflokk Ægis. Atli er miðjumaður sem getur þó leyst fleiri stöður á vellinum.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Selfoss segir að Atli Rafn hafi æft og spilað með Selfyssingum undanfarnar vikur og staðið sig vel.

Fyrri greinVerk og tæki bauð lægst í Urriðafossveg
Næsta greinGlæsileg dagskrá á þorrablóti í beinu streymi