Atli með tíu gegn toppliðinu

Mílan sótti Akureyri heim í Grill 66 deild karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir hörkuleik höfðu heimamenn betur, 28-25.

Mílan leiddi í leikhléi, 12-13, en heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik.

Mílan hefur 1 stig í deildinni að loknum þremur umferðum og er í 7. sæti en Akureyri tyllti sér í toppsætið með sigrinum.

Atli Kristinsson var markahæstur hjá Mílunni með 10 stig, Magnús Már Magnússon skoraði 4, Ari Sverrir Magnússon, Trausti Elvar Magnússon, Einar Sindri Ólafsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skoruðu allir 2 mörk og Kristinn Ingólfsson, Páll Bergsson og Jóhannes Snær Eiríksson skoruðu allir 1 mark.

Fyrri greinGnúpverjar undir í baráttunni
Næsta grein„Fjallar um apa sem er súr og svekktur“