Atli Ævar áfram á Selfossi

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur Selfyssinga í kvöld. Ljósmynd/UMFS

Handknattleiksmaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára.

Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta séu mjög svo ánægjulegar fréttir enda hefur Atli Ævar verið einn besti línumaðurinn í Olísdeildinni í vetur og skorað þar 81 mark.

„Handknattleiksdeildin er ánægð með að halda þessum öfluga leikmanni innan sinna raða og mun hann án efa vera áfram einn af lykilmönnum liðsins,“ segir í tilkynningunni.

Fyrri greinSandra Dís ráðin sviðsstjóri í Ölfusinu
Næsta grein„Þurfum að vera með réttu græjurnar“