Atli ætlar að kæra

Atli Kristinsson, handboltamaður á Selfossi, hyggst kæra Davíð Þór Óskarsson, leikmann ÍBV fyrir líkamsárás. Davíð Þór braut fólskulega á Atla í leik liðanna á dögunum en slapp við refsingu þar sem atvikið fór framhjá dómurum leiksins.

Atli staðfesti þetta á www.visir.is en aganefnd Handknattleikssambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að ekki væri um agabrot að ræða auk þess sem nefndin ætti ekki að dæma eftir myndbandsupptöku af atvikinu. Dómarapar leiksins missti af atvikinu þannig að Davíð Þór fékk enga refsingu í leiknum, né eftir leik.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is olli niðurstaða aganefndarinnar miklum vonbrigðum í herbúðum Selfyssinga og því sá Atli þann eina kost í stöðunni að kæra málið til lögreglu.

Atvikið má sjá á myndbandi hér að neðan en umrædd sókn hefst þegar 16 sekúndur eru liðnar af myndbandinu.

Fyrri greinSárnar að koma verst út úr niðurskurði
Næsta greinIndverskur fjárfestir byggir upp í Skálabrekku