Selfoss tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur þegar liðið fékk Aþenu í heimsókn í toppslag í Vallaskóla.
Leikurinn var jafn fyrstu fimm mínúturnar en þá kom 17-4 áhlaup frá Aþenu sem leiddi 20-34 eftir 1. leikhluta. Gestirnir bættu enn frekar í í 2. leikhluta og staðan var orðin 37-67 í hálfleik.
Úrslitin voru þar með ráðin en Aþena jók forskotið enn frekar í 3. leikhluta og héldu í horfinu eftir það.
Jessica Tomasetti var atkvæðamest Selfyssinga með 21 stig og 5 fráköst.
Selfoss er í 2. sæti deildarinnar með 8 stig og á leik til góða á Aþenu sem er í toppsætinu með 10 stig.
Selfoss-Aþena 83-120 (20-34, 17-33, 22-29, 24-24)
Tölfræði Selfoss: Jessica Tomasetti 21/5 fráköst, Mathilde Sorensen 12, Valdís Una Guðmannsdóttir 11, Perla María Karlsdóttir 9, Vilborg Óttarsdóttir 8, Anna Katrín Víðisdóttir 5, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 5/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4/5 fráköst, Þóra Auðunsdóttir 3, Andrea Líf Gylfadóttir 3, Diljá Salka Ólafsdóttir 2.

