Áslaug Ýr framlengir við Selfoss

Markvörðurinn Áslaug Ýr Bragadóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss um tvö ár eða til loka leiktíðarinnar 2015/2016.

Áslaug hefur leikið 43 leiki fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.

Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt sér krafta Áslaugar áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.

Fleiri frétta er að vænta af leikmannamálum Selfoss næstu daga og vikur.