Áslaug Dóra bar fyrirliðabandið og skoraði

Áslaug Dóra eftir seinni leikinn á Írlandi í gær. sunnlenska.is/Hildur Grímsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, skoraði mark U17 ára liðs Íslands í vináttuleik gegn Írlandi í Tramore á Írlandi í gær.

Lokatölur urðu 1-1 en Áslaug Dóra skoraði mark Íslands eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik og jafnaði metin. Fyrri leikur liðanna fór fram í Waterford á föstudag og lauk honum einnig með jafntefli, 2-2.

Áslaug Dóra bar fyrirliðabandið í leikjunum tveimur og stóð sig vel, var sér og sínu félagi til sóma, eins og frá er greint á Facebooksíðu Selfoss.

Fyrri greinHeimsóknarvinanámskeið á Selfossi
Næsta greinBlandað lið Selfoss með gull á GK mótinu