Ásgrímur tryggði Ægi sigurinn

Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði mark Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann góðan sigur á Einherja á útivelli á Vopnafirði í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði eina mark leiksins á markamínútunni, þeirri 43. Staðan var 0-1 í leikhléi og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í síðari hálfleik.

Keppnin í 3. deildinni er jöfn og stigin þrjú í dag fleyta Ægi upp í 6. sætið, liðið er með 10 stig, eins og Einherji sem er í 7. sæti en Ægir hefur betra markahlutfall.