Ásdís Þóra semur við Selfoss

Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Ljósmynd/UMFS

Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Ásdís Þóra kemur að láni frá uppeldisfélaginu sínu Val, en síðasta vetur var hún á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi í Lundi. Þessi ungi en öflugi leikstjórnandi kemur með reynslu úr Olísdeildinni, en Ásdís var komin með töluvert hlutverk í sterku liði Vals áður en hún hélt til Svíþjóðar. Þá hefur Ásdís leikið stórt hlutverk með yngri landsliðum Íslands.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að það sé virkilega gleðilegt að fá Ásdísi Þóru inn í hópinn. Bæði smellpassar hún í liðið, sem og í þennan unga og spennandi leikmannhóp.

Fyrri greinVel heppnað Haustgildi
Næsta greinÆvintýri á gönguför