Artemisia og Óskar sigurvegarar kvöldsins

Artemisia Bertus á Óskari frá Blesastöðum 1a, sigraði í fjórgangi á fyrsta móti vetrarins í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fór í Ölfushöllinni í gærkvöldi.

Úrslitakeppnin var jöfn og spennandi. Artemisia og Óskar voru efst eftir undanrásirnar og héldu sæti sínu í úrslitum, fengu einkunnina 7,70.

Annar varð Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Segli frá Flugumýri með einkunnina 7,60 og þriðji varð liðsfélagi hans Jakob S. Sigurðsson, á Asa frá Lundum II, með einkunnina 7,53.

Hulda Gústafsdóttir og Sveigur frá Varmadal urðu í 4. sæti með 7,37 og þar fyrir neðan voru Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi með 7,27 og Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi með 7,07.

Keppnislið Top Reiter / Ármóta er í efsta sæti í liðakeppninni eftir fyrsta mót keppnisraðarinnar.