Ársæll með 10 mörk í tapleik

Mílan tók á móti Akureyri U í hádegisleiknum í 1. deild karla í handbolta í dag. Gestirnir höfðu sigur í jöfnum leik, 28-29.

Mílan hafði forystuna framan af og leiddi 9-8 um miðjan hálfleikinn. Í kjölfarið komst Akureyri yfir og staðan var 15-17 í hálfleik, gestunum í vil.

Í síðari hálfleik elti Mílan Akureyringana en varnarleikur heimamanna komst ekki í gang og Akureyri sigraði að lokum, 28-29.

Ársæll Einar Ársælsson var markahæstur hjá Mílunni með 10 mörk, Egidijus Mikalonis skoraði 7, Sævar Ingi Eiðsson 5, Sigurður Már Guðmundsson 4 og Magnús Már Magnússon 2.

Mílan hefur ekki farið nógu vel af stað í deildinni í vetur og er nú í 9. sæti með 3 stig.

Fyrri greinFyrsti sigur Selfoss í deildinni
Næsta greinÓmar vann Pétursbikarinn