Aron rær á önnur mið

Aron Einarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss og Aron Einarsson hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans fyrir næsta tímabil.

Aron þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum Selfoss en hann hefur leikið með félaginu upp alla yngri flokka og verið í meistaraflokki síðan 2019. Á nýafstaðinni leiktíð lék Aron 26 leiki á miðsvæðinu og skoraði tvö mörk, bæði í Mjólkurbikarnum.

„Ég vil koma á framfæri þakklæti til klúbbsins, liðsfélaga minna og sjálfboðaliða í klúbbnum. Sérstakar þakkir til Dean Martin fyrir að hafa gefið mér tækifæri í meistaraflokki,“ segir Aron.

Næsti kafli í lífi Arons er um það bil að hefjast en hann mun á næstunni flytja til Reykavíkur þar sem hann hyggst hefja háskólanám.

Fyrri greinSnæfríður á topp tíu í Evrópu
Næsta greinSvör við opnu bréfi um hagræðingaraðgerðir í Sveitarfélaginu Árborg