Aron Lucas gerir tveggja ára samning

Aron Lucas Vokes. Mynd/Selfoss

Enn halda ungir og efnilegir áfram að semja við knattspyrnudeild Selfoss en heimamaðurinn Aron Lucas Vokes hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Aron Lucas er fæddur árið 2004 en hann hefur æft með Selfossi upp yngri flokkana og var fyrst í æfingahópi meistaraflokks í fyrravor. Aron á að baki sjö meistaraflokksleiki fyrir Árborg sumarið 2022.

Fyrri greinFlóahlaupið kosið götuhlaup ársins
Næsta greinUTU tekur við seyruverkefninu