Aron Fannar skrifar undir þriggja ára samning

Aron Fannar Birgisson. Ljósmynd/Selfoss

Selfyssingurinn Aron Fannar Birgisson nýtti tuttugu ára afmælisdaginn til þess að skrifa undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Aron hefur byrjað tímabilið vel í Lengjudeildinni þetta árið og spilað stórt hlutverk í liði Selfoss sem situr í 4. sæti deildarinnar.

„Við erum mjög ánægð með þennan samning við Aron. Hann er frábær leikmaður með hugarfar sem er til fyrirmyndar. Hann leggur hart að sér á hverri einustu æfingu og er einbeittur á það að bæta sig. Aron er býr yfir mörgum frábærum eiginleikum sem knattspyrnumaður. Hann er með góða fyrstu snertingu og tekur góð hlaup inn fyrir varnir andstæðinga, hann mjög klár leikmaður sem getur náð langt,” segir Dean Martin, þjálfari Selfoss, um Aron.

Aron Fannar verður næst í eldlínunni á Akureyri á föstudaginn þegar Selfoss heimsækir Þór Ak.

Fyrri greinRaunfærnimati beitt í námi fanga
Næsta greinSamþykktu framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar