Arnór Logi framlengir á Selfossi

Arnór Logi Hákonarson skoraði 3 mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Hinn ungi og efnilegi Arnór Logi Hákonarson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.

Arnór, sem er 18 ára gamall, er leikstjórnandi og tók sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur. Hann hefur einnig verið lykilmaður í ungmennaliði Selfoss sem komst upp í Grill 66 deild karla í vetur.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni er því fagnað að ungir og efnilegir leikmenn haldi áfram að vaxa og dafna í Hleðsluhöllinni.

Fyrri greinSóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi
Næsta greinLítill munur á lægstu tilboðum