Arnór Elí semur við Selfoss

Arnór Elí Kjartansson. Ljósmynd/Selfoss

Arnór Elí Kjartansson, ungur og efnilegur markvörður frá Selfossi, hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Arnór er fæddur árið 2005 og hefur varið mark Selfoss upp nánast alla yngri flokka. Arnór mætti á sínar fyrstu meistaraflokksæfingar sumarið 2021 en varð síðan formlega orðinn hluti af æfinga- og keppnishóp liðsins tímabilið 2022.

Arnór gekkst undir aðgerð á olnboga nú á dögunum og gengur endurhæfingin vel. Hann mun mynda markvarðarpar meistaraflokks Selfoss í sumar ásamt Robert Blakala sem fenginn var til liðsins nú á dögunum.

Fyrri greinAðalvinningurinn fór til Grindavíkur
Næsta greinViðskiptavinir geta fengið inneign fyrir notaðan fatnað