Árni skráði sig fyrstur

Árni Einarsson, Umf. Selfoss og Ágúst Þorsteinsson, Umf. Íslendingi, skráðu sig fyrstir til leiks á 1. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Hvammstanga í sumar.

Skráningin hófst í dag á www.landsmotumfi50.is en mótið verður haldið á Hvammstanga 24.-26. júní.

Árni Einarsson verður 80 ára í haust. Hann byrjaði að keppa 18 ára gamall en hans félag alla tíð hefur verið Ungmennafélag Selfoss. Aðalgrein Árna lengstum var kringlukast. Árið 1957 hætti Árni að keppa en tók upp þráðinn að nýju fyrir þremur árum síðan, 77 ára að aldri. Hann hefur keppt á Evrópu- og Norðurlandamótum öldunga en frá því að hann fór að keppa að nýju 2008 hefur hann unnið til 56 verðlaunapeninga.

Meðal keppnisgreina á mótinu í sumar er blak, bridds, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, línudans, skák, starfsíþróttir og sund.

Þátttökugjald er 6.000 kr. óháð greinafjölda. Innifalið í verðinu er keppni, tjaldsvæði og afþreying meðan á mótinu stendur.

Fyrri greinLúðrablástur milli Þorlákshafnar og Hveragerðis
Næsta greinAfmælishelgi á 800