Árni setti tíu HSK met

Árni Einarsson, Umf. Selfoss, tók þátt í kastmóti öldunga sem haldið var í Reykjavík sl. sunnudag. Hann setti samtals tíu HSK met á mótinu og þríbætti m.a. HSK metið í spjótkasti.

Árni á fjölda HSK meta í öldungaflokkum er nú kominn í aldursflokk 85-89 ára, en hann varð 85 ára í nóvember sl.

Hann keppti í kúluvarpi, kringlukasti, sleggjukasti, spjótkasti og lóðkasti á mótinu og raðaði inn metunum í nýja aldursflokknum.

Árni er næstelsti HSK maðurinn til að setja HSK met í frjálsíþróttum, Sá elsti til að setja met var Jón H. Guðlaugsson, sem náði að setja met í 90-95 ára flokki í fyrra.

Árni ætlar að keppa á Landsmóti 50+ í Hveragerði í sumar, en þar verður m.a. keppt í spjótkasti og kúluvarpi. Frjálsíþróttakeppnin fer fram laugardaginn 24. júní.

Fyrri greinÖlli tryggði sigurinn úr víti undir lokin
Næsta greinVeikur ferðamaður við Svartafoss