Árni Páll tryggði Árborg sigurinn

Knattspyrnufélag Árborgar vann mikilvægan sigur á Kormáki/Hvöt í toppbaráttu C-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu í dag.

Liðin mættust Selfossi og það voru gestirnir sem voru fyrri til að skora á 14. mínútu. Staðan var 0-1 í leikhléi, en á 63. mínútu jafnaði Árni Páll Hafþórsson metin fyrir Árborg.

Sjö mínútum síðar var Árni Páll aftur á ferðinni og tryggði hann Árborg 2-1 sigur.

Með sigrinum fór Árborg upp í 2. sætið með 13 stig, eins og Léttir sem er í toppsætinu, en Léttir á leik til góða.

Fyrri greinVeiðimaður féll í Fossá
Næsta greinFrábær lokadagur í Hveragerði