Árni Páll afgreiddi KFS

Árni Páll Hafþórsson skoraði bæði mörk Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Árborgar byrjaði keppni í C-deild Lengjubikars karla á sigri gegn KFS frá Vestmannaeyjum á Selfossvelli í kvöld.

Árni Páll Hafþórsson kom Árborg yfir á 8. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. Árni var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik og kom Árborg þá í 2-0 sem urðu lokatölur leiksins.

Árborg er með 3 stig í toppsæti riðils-6, eins og Hamar, en önnur lið í riðlinum eru án stiga.

Fyrri greinVel heppnaðir vetrarleikar í FSu
Næsta greinSelfosskirkja býður upp á fermingardag í ágúst