Árni Þór þjálfar kvennalið Hamars

Hrunamaðurinn Árni Þór Hilmarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hamars í körfubolta til næstu ára.

Árni er körfuboltafólki að góðu kunnur en hann hefur um árabil þjálfað yngri flokka Hrunamanna með góðum árangri sem og komið að yngri landsliðum Íslands.

Ekki hefur verið gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara með Árna en unnið er að því, sem og leikmannamálum fyrir næsta tímabil. Í tilkynningu frá Hamri segir að einhverjar breytingar muni verða á hópnum fyrir næsta vetur.

Árni tekur við starfinu af Hallgrími Brynjólfssyni sem hefur þjálfað kvennalið Hamars síðastliðin þrjú ár en einbeitir sér núna að karlaliði Hamars í 1. deildinni næsta vetur.

Fyrri grein„Við stefnum ennþá hærra“
Næsta greinNýr samningur vegna Gömlu Þingborgar