Arnar Snær íþróttamaður ársins

41. ársþing Ungmennasambands V-Skaftafellssýslu var haldið á Hótel Vík sl. laugardag.

Við það tækifæri var tilkynnt um val á íþróttamanni USVS 2010. Fyrir valinu var Arnar Snær Ágústsson frá Umf. Kötlu. Efnilegasti íþróttamaður USVS 2010 var kjörinn Þorsteinn Björn Einarsson Umf. Kötlu.

Petru K. Kristinsdóttur og Ragnheiði Högnadóttur, báðum frá Umf. Kötlu, var veitt starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar.

Þingið var starfsamt og skemmtilegt og voru lagðar línur að spennandi starfsári hjá USVS sem fram undan er.

Ný stjórn var kosin og er hún þannig skipuð. Ragnheiður Högnadóttir, Umf. Kötlu, formaður, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Umf. Skafta, Linda Agnarsdóttir, Umf. Ármanni, Pálmi Kristjánsson, Golfklúbbnum Vík, Salóme Þóra Valdimarsdóttir, Umf. Kötlu. Í varastjórn eru Ármann Daði Gíslason, Umf. Skafta, Kristín Ásgeirsdóttir, Kóp, og Sigurður Elías Guðmundsson Umf. Kötlu.

Fyrri greinLandsmót 50+ á Hvammstanga
Næsta greinÞrjátíu aðilar sendu inn tilboð