Arnar og Arnar efstir hjá ungmennunum

Sunnlenskir knapar eru að gera það gott á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín. Arnar Bjarki Sigurðsson er efstur í fimmgangi ungmenna eftir forkeppnina.

Arnar er þar á ferðinni á Arnari frá Blesastöðum 2A en þeir eru langefstir í fimmgangi ungmenna með einkunnina 6,80 eftir forkeppnina. A-úrslitin hjá ungmennunum verða riðin á laugardaginn kl 10.

Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi I eru í 3.-4. sæti í fimmgangi að lokinni forkeppninni og komnir í A-úrslitin með einkunnina 7,30. Þá keppni leiðir ríkjandi heimsmeistari, fyrrum Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 7,97 en þeir félagar keppa fyrir hönd Svía á mótinu.

Fyrri greinMiðbærinn skelfur í kvöld
Næsta greinStórleikur í Hveragerði