Arna Kristín í Selfoss

Hornamaðurinn Arna Kristín Einarsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss. Arna Kristín, sem er tvítug, hóf sinn handboltaferil hjá ÍR en hefur spilað fyrir KA/Þór frá 10 ára aldri.

Arna Kristín er öflugur hornamaður sem skoraði 119 mörk í 25 leikjum á síðasta tímabili. Hún hefur verið kölluð til æfinga með yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss er hún boðin hjartanlega velkomin á Selfoss og lýsir deildin yfir mikilli ánægju með þennan mikla feng fyrir Selfoss.