Arna Kristín aftur í Selfoss

Arna Kristín Einarsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Arna Kristín Einarsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss um að leika með liði félagsins á komandi vetri.

Arna Kristín, sem er 24 ára hornamaður, er Selfyssingum að góðu kunn, en hún lék með meistaraflokki Selfoss á árunum 2016-2018. Hún er uppalinn hjá ÍR en spilaði með KA/Þór frá 10 ára aldri.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að fá Örnu aftur heim, en hún mun verða meistaraflokki kvenna góður liðsstyrkur fyrir næsta vetur, segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinSumarbústaður við Þingvallavatn brann til grunna
Næsta greinHvítahúsið vaknar úr dvalanum