Ármann sigraði Hamar í oddaleik í 1. deild karla í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld, 91-85. Ármenningar tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Hamar situr eftir í 1. deildinni.
Hvergerðingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu að loknum 1. leikhluta, 18-23. Ármann komst yfir í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 46-39. Hamar elti allan seinni hálfleikinn og á lokamínútunum fóru leikar að æsast. Hvergerðingum tókst þó ekki að brúa bilið, þeir minnkuðu muninn í tvö stig þegar skammt var eftir en Ármann vann að lokum með sex stiga mun.
Fotios Lampropoulos var besti maður vallarins í kvöld, hann skoraði 23 stig fyrir Hamar og tók 8 fráköst. Jaeden King var sömuleiðis öflugur með 21 stig og 8 fráköst.
Ármann-Hamar 91-85 (18-23, 28-16, 21-20, 24-26)
Tölfræði Hamars: Fotios Lampropoulos 23/8 fráköst, Jaeden King 21/8 fráköst, Jose Medina 16/10 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 11/5 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 8/4 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 4/5 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 2.