Arilíus og Ingi Rafn í Ægi

Knattspyrnufélagið Ægir hefur undanfarna daga fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.

Arilíus Marteinsson og Ingi Rafn Ingibergsson eru komnir til félagsins frá Selfyssingum þar sem þeir hafa spilað undanfarin ár en Arilíus lék meðal annars átján leiki með liðinu í 1. deildinni fyrra.

Hafþór Atli Agnarsson er kominn á láni frá BÍ/Bolungarvík en hann skoraði eitt mark í fimmtán leikjum í 1. deildinni í fyrra.

Markvörðurinn Magnús Karl Pétursson hefur tekið fram hanskana og skipt í Ægi. Magnús var á mála hjá Stjörnunni í fyrra og í vetur lék hann með ÍR áður en hann ákvað að setja hanskana á hilluna.

Þá hafa Ægismenn einnig fengið serbneska kantmannin Predrag Dordevic í sínar raðir sem og Ivan Razumovis frá Kanada.

Fotbolti.net greindi frá þessu.

Fyrri greinJón dregur framboð sitt til baka
Næsta greinListasmiðja náttúrunnar á Stokkseyri