Arilíus ekki með í sumar

Arilíus Marteinsson, knattspyrnumaður hjá Umf. Selfoss, mun ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Selfoss.

Arilíus er fluttur með fjölskyldu sinni til Tálknafjarðar og mun dveljast þar í sumar, að minnsta kosti.

Arilíus hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarinn áratug og leikið vel yfir 200 leiki með liðinu frá árinu 2000. Hann lék t.a.m. 19 leiki í Pepsi-deildinni árið 2010.