Ari valinn leikmaður ársins

Ari Gylfason, FSu, var útnefndur leikmaður ársins í 1. deild karla í körfubolta á uppskeruhátíð KKÍ sem haldin var í hádeginu í dag.

Ari var besti leikmaður FSu í vetur en liðið tryggði sér sæti í efstu deild eftir magnaða úrslitarimmi gegn Hamri. Ari var einnig valinn í lið ársins í 1. deildinni ásamt frænda sínum og liðsfélaga, Hlyni Hreinssyni. Hamar á einn fulltrúa í úrvalsliðinu en það er Örn Sigurðarson.

Þá var Erlendur Ágúst Stefánsson, FSu, valinn besti ungi leikmaðurinn í 1. deildinni.

Þórsarinn Grétar Ingi Erlendsson var valinn í lið ársins í Domino’s-deild karla. Grétar spilaði 23 leiki fyrir Þór í vetur, skoraði 15,2 stig að meðaltali og tók 6,6 fráköst. Meðalframlagseinkunn hans var 16,7.

Fyrri greinNála í Sögusetrinu á Hvolsvelli
Næsta greinEin umsókn um menningarstyrk