Ari Bragi og Arna Stefanía heimsóttu Garp

Frjálsíþróttastjörnurnar Ari Bragi Kárason og Arna Stefanía Guðmundsdóttir heimsóttu í gær iðkendur á frjálsíþróttaæfingu hjá Íþróttafélaginu Garpi á Laugalandi í Holtum.

Ari Bragi og Arna Stefanía stjórnuðu æfingunni og vakti heimsókn þeirra mikla lukku hjá krökkunum.

Um 50 börn iðka íþóttir á vegum Garps í hverri viku. Boðið er upp á frjálsar íþróttir, körfubolta, almennar æfingar og fótbolta í samstarfi við KFR. Stefna Garps er að kynna börn fyrir sem flestum íþóttagreinum og að öll börn dreifbýlisins hafi aðgang að hreyfingu.

Íþróttafélagið Garpur fagnar 25 ára afmæli á þessu ári.

Fyrri grein2,5 milljarða króna velta í nóvember
Næsta greinBogfimi bætist við sunnlenskar íþróttir