Árborgarar og Hrunamenn komust ekki á blað

Árborg og Hrunamenn töpuðu leikjum sínum í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Árborg sótti topplið Ýmis heim í Kópavoginn á meðan Hrunamenn fengu Létti í heimsókn en Léttismenn eru einnig toppbaráttunni.

Í Kópavogi komust Ýmismenn yfir á 10. mínútu og bættu svo öðru marki við á þeirri þrítugustu. Staðan var 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var markalaus allt þar til á 70. mínútu að Ýmir innsiglaði 3-0 sigur.

Á Flúðavelli komst Léttir í 0-1 á 18. mínútu og gestirnir bættu svo við öðru marki úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Staðan var 0-2 í leikhléi. Á 60. mínútu fékk einn Léttismanna rautt spjald en gestirnir tvíefldust við það og bættu við þremur mörkum á lokakaflanum. Lokatölur 0-5.

Árborg er í 4. sæti riðilsins með 16 stig en Hrunamenn eru í 7. sæti með 2 stig.

Fyrri greinJafntefli í toppslagnum
Næsta greinLýðheilsugöngur á Suðurlandi í september