Árborgarar mörðu jafntefli

Árborg og Vatnaliljurnar skildu jöfn, 1-1, í 4. deild karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Árborgarar voru algjörlega á hælunum í fyrri hálfleik og ekki með í leiknum. Gestirnir fengu nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik og komust yfir á 42. mínútu með marki uppúr hornspyrnu.

Staðan var 0-1 í hálfleik en síðari hálfleikurinn var jafnari og þegar leið á hann þyngdust sóknir Árborgar. Pelle Damby Carøe jafnaði metin fyrir Árborg á 75. mínútu og þar við sat þrátt fyrir að bæði lið hefðu átt mjög álitlegar sóknir á síðasta korterinu.

Árborgarar eru ennþá taplausir í riðlinum með fimm stig í 4. sæti hans.

Fyrri greinGlæsilegur Selfosssigur í Kópavogi
Næsta greinFannst látin í Fljótshlíð