Árborgarar flengdir í Garðabænum

Knattspyrnufélag Árborgar fékk stóran skell þegar liðið mætti Knattspyrnufélagi Garðabæjar í C-deild deildarbikarsins í kvöld. Garðbæingar sigruðu 6-1.

Árborgarar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu 4-0 í hálfleik. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik en KFG bætti við tveimur mörkum áður en Guðmundur Eggertsson klóraði í bakkann fyrir Árborg.

Fyrri greinHenning tryggði Selfoss sigur
Næsta greinÁrborg og Laugdælir sigruðu