Árborgarar einir á toppnum

Knattspyrnufélag Árborgar heldur sigurgöngu sinni í 4. deild karla í knattspyrnu áfram en liðið lagði Ísbjörninn að velli í kvöld á útivelli.

Aron Freyr Margeirsson og Haukur Ingi Gunnarsson skoruðu fyrir Árborg í fyrri hálfleik og Daníel Ingi Birgisson bætti þriðja markinu við í seinni hálfleik.

Árborg er með fullt hús stiga, 12 stig á toppi C-riðils og mæta næst KFS á heimavelli en Eyjamenn eru í 2. sæti riðilsins með 9 stig. Ísbjörninn er hins vegar í næst neðsta sæti með 1 stig.

Fyrri greinEitt mark dugði Þrótturum
Næsta greinSelfyssingar sigursælir á sundmóti