Árborg vann góðan sigur

Knattspyrnufélag Árborgar vann góðan sigur á Íþróttafélagi Hafnarfjarðar þegar liðin mættust í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Hartmann Antonsson og Trausti Eiríksson komu Árborg í 0-2 í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum bættu þeir Guðmundur Sigurðsson og Tómas Kjartansson við mörkum fyrir Árborg og lokatölur urðu 0-4.

Árborg er í 3. sæti riðils-5 í C-deildinni með þrjú stig. Næsti leikur liðsins er stórleikur á móti Stokkseyri á Selfossvelli næstkomandi föstudagskvöld.