Árborg valtaði yfir Snæfell/UDN

Árborg vann stórsigur á Snæfelli/UDN þegar liðin mættust í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Akraneshöllinn í dag. Lokatölur urðu 8-0.

Aron Freyr Margeirsson skoraði fyrstu tvö mörk Árborgar og Magnús Helgi Sigurðsson bætti því þriðja við á 23. mínútu. Staðan var 3-0 í hálfleik.

Aron innsiglaði þrennuna þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og í kjölfarið fylgdu mörk frá Arilíusi Óskarssyni, annað frá Magnúsi Helga, Gunnari Fannberg Jónassyni og Hálfdáni Helga Hálfdánarsyni.

Árborg er í 3. sæti síns riðils með 5 stig og mætir næst Mídasi á heimavelli á föstudagskvöld.

Fyrri greinSelfoss tapaði á Nesinu
Næsta greinSelfoss steinlá heima