Árborg úr leik í bikarnum

Knattspyrnufélag Árborgar er úr leik í Valitor-bikar karla í knattspyrnu eftir 3-0 tap gegn KFS í Vestmannaeyjum í dag.

Árborgarar náðu engum takti í sinn leik þó að þeir væru mikið með boltann en Eyjamenn voru refsiglaðir og komust í 2-0 á stuttum kafla um miðjan fyrri hálfleik.

Þriðja mark KFS kom á fyrstu mínútum síðari hálfleiks og Árborgarar luku leiknum manni færri eftir að Hartmann Antonsson fékk að líta rauða spjaldið seint í leiknum.