Árborg tapaði toppslagnum

Brúnaþungur Eiríkur Raphael Elvy, þjálfari Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg tapaði sínum fyrsta leik í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu þegar liðið heimsótti topplið Kríu á Seltjarnarnesið í kvöld.

Með sigri hefði Árborg getað komist uppfyrir Kríu, í toppsætið, en sú varð ekki raunin því Kríumenn skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki. Besti maður leiksins var markvörður Kríu sem lokaði búrinu og gleypti lykilinn.

Kría er því í góðri stöðu í A-riðlinum og hefur fimm stiga forskot á Árborg sem er áfram í 2. sæti, en næstu lið fyrir neðan eiga öll leik til góða og geta farið uppfyrir Árborgara.

Fyrri greinFíkniefnaakstur í Flóanum
Næsta greinSaga Tryggvaskála og byggðarinnar samofin alla tíð